Styttu þér leið
- GRÓ GTPJarðhitaskólinn
- Útgefnar tölurTalnaefni
- Leit að gögnum Borholuskrá Kortasjá Leit að leyfum Leit að teikningum
- Alþjóðleg verkefni Erlend samskipti Uppbyggingarsjóður EES Geothermica Geothermal ERA-NET
- Orkunotkun og orkusparnaður:Orkusetur
- Styrkir og lánveitingarOrkusjóður
- Sérfræðisafn í orkumálumBókasafnið
Fréttir, tilkynningar og viðburðir
Jarðboranir hf. afhenda Orkustofnun borskýrslusafn
Jarðboranir hf. hafa afhent Orkustofnun borskýrslusafn sitt til skráningar og varðveislu. Safnið er mikið að vöxtum, að stórum hluta innbundið í vandaðar möppur og nær efni þess aftur til upphafs borholuskráningar hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar. Safnið skiptist í meginatriðum í tvennt, þ.e. frá upphafi til 1986 þegar Jarðboranir voru aðgreindar frá Orkustofnun og svo borskýrslur Jarðborana hf. fram til ársins 2005.
Kynningarfundur um innviðauppbyggingu vegna rafvæðingar bílaleigubíla
Föstudaginn 5. febrúar munu Íslensk NýOrka, EFLA verkfræðistofa, Samtök ferðaþjónustunnar og Orka náttúrunnar kynna niðurstöður verkefnis síns um hleðsluinnviði fyrir rafbíla á veffundi á vegum Grænu orkunnar og Orkustofnunar. Verkefnið ber yfirskriftina Þarfa- og kostnaðargreining vegna innleiðingar rafbíla í bílaleigubílaflota Íslands og er unnið fyrir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið.
Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu – vef-kynningarfundur 14. janúar nk.
Útboð verkefna á sviði vatnsaflsvirkjana í Rúmeníu á vegum Uppbyggingarsjóðs EES, verður kynnt á vef-fundi 14. janúar kl. 10:00-11:00. Innovation Norway í Rúmeníu sér um útboð verkefnanna.