Styttu þér leið

Fréttir, tilkynningar og viðburðir

3.6.2016 : Viðhorf til orkutækni á Norðurlöndunum 2016

Norrænir vísindamenn og Alþjóða orkumálastofnunin (IEA), kynna skýrslu um viðhorf til orkutækni og þróun orkumarkaðarins á Norðurlöndunum til ársins 2050.

Fundurinn verður í Orkustofnun Grensásvegi 9, 13. júní, n.k. kl 13:00 – 16:00.      

3.6.2016 : Orkustofnun reiknar út uppruna raforku á Íslandi

Íslensk fyrirtæki sem framleiða rafmagn geta selt upprunaábyrgðir bæði til innlendra aðila og til evrópskra aðila og hafa gert það frá árinu 2011. Orkustofnun hefur það hlutverk að reikna út uppruna raforku á Íslandi eftir orkugjöfum ásamt öðru tengdu útgáfu á upprunaábyrgðum. Samkvæmt lögum er Landsneti falið að gefa út upprunarábyrgðir á Íslandi.

31.5.2016 : Hver eru mest áríðandi alþjóðlegu atriðin á sviði orkumála 2016?  

Hverjar eru áskoranir Íslands í þessu samhengi? - Kynningarfundur 10. júní n.k.

Skýrsla Alþjóða orkumálaráðsins WEC 2016 World Energy Issue Monitor kom út í mars. Hún skilgreinir helstu breytingar, áskoranir og óvissu sem hafa munu áhrif, eftir svæðum og greinum þar sem aðgerða er þörf, til að hafa nægt framboð vistvænnar orku og mæta aukinni eftirspurn með sjálfbærum hætti.

2.5.2016 : Orkustofnun ítrekar aðvörun sína til Skaftárhrepps um að stöðva vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar

Með ákvörðun sinni frá 27. apríl 2016 ítrekaði Orkustofnunar aðvörun sína til Skaftárhrepps um að stöðva vatnaveitingar út á Eldhraun við Árkvíslar með fresti til 1. júní n.k.. 

Fréttasafn