Rafvæðing á Íslandi
Rafvæðing á Íslandi hófst fyrir 100 árum. Fyrsta rafstöðin sem þjónaði almennum notendum var 9kW vatnsaflsstöð sem Jóhannes Reykdal reisti við Hamarskotslæk í Hafnarfirði árið 1904.
Í kjölfarið komu ýmis sveitarfélög sér upp rafstöðvum og á árunum 1921-1933 voru Elliðaárnar virkjaðar. Á fjórða áratugnum bættust við virkjun Ljósafoss í Sogi og Laxár í Þingeyjarsýslu við Brúar. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld jókst raforkunotkun mikið, m.a. vegna aukinnar notkunar rafmagns til eldunar og fjölmargar heimarafstöðvar voru byggðar.