• header_raforka

Rafvæðing á Íslandi

Rafvæðing á Íslandi hófst fyrir 100 árum. Fyrsta rafstöðin sem þjónaði almennum notendum var 9kW vatnsaflsstöð sem Jóhannes Reykdal reisti við Hamarskotslæk í Hafnarfirði árið 1904.

Í kjölfarið komu ýmis sveitarfélög sér upp rafstöðvum og á árunum 1921-1933 voru Elliðaárnar virkjaðar. Á fjórða áratugnum bættust við virkjun Ljósafoss í Sogi og Laxár í Þingeyjarsýslu við Brúar. Á árunum eftir seinni heimsstyrjöld jókst raforkunotkun mikið, m.a. vegna aukinnar notkunar rafmagns til eldunar og fjölmargar heimarafstöðvar voru byggðar.


Almennir kaupendur raforku

Hvert heimili eða fyrirtæki er yfirleitt viðskiptavinur dreifiveitu viðkomandi svæðis og tengt dreifinetinu um heimtaug. Raforkunotendur geta hins vegar valið sér þann raforkusala sem býður besta verðið

Samanburður á raforkuverði

Reiknivél sem ber saman raforkuverð fyrir hinn almenna notanda.  Raforkutaxtar orkusala geta breyst án fyrirvara og þessi reiknivél fyrir "Samanburð á raforkuverði" kann að reikna með eldri útgáfu af raforkutaxta.

Raforkueftirlit

Með nýjum raforkulögum sem komu til framkvæmda um mitt ár 2003, var Orkustofnun falið víðtækt umsjónarhlutverk í raforkumálum, einkum eftirlit með sérleyfisþáttum, þ.e. flutningi og dreifingu raforku.

Orkutölur

Orkustofnun safnar mánaðarlegum tölum um vinnslu, eigin notkun stöðva og sölu raforku frá raforkufyrirtækjum á Íslandi. Einnig eru teknar saman upplýsingar um notkun raforkunnar hjá hinum endanlega notanda eða skiptingu raforkunnar í svokallaða notkunarflokka.